Lýsing er furðulegasta fyrirtæki landsins. Hefur gert þvergirðing að sérstakri listgrein. Fyrir löngu er þekkt, að það hunzar prófmál. Neitar bara, að útkoman hafi nokkurt fordæmisgildi um önnur mál. Hvert fórnardýr fyrir sig neyðist til að höfða mál. Þannig hrannast málin upp tugum saman og bráðum hundruðum saman. Ætla mætti, að þessu fylgdi mikill kostnaður Lýsingar, skaðabætur og sektir. En svo er ekki, Fyrirtækið neitar bara að fara eftir úrskurðum. Lýsing borgar aldrei neinum neitt, ekki einu sinni samkvæmt dómsúrskurðum. Og kemst upp með það. Réttarríkið er hrunið, enda er eftirlitsleysið orðið að stjórnarstefnu.