TISA, samningsuppkast Martins Eyjólfssonar í Genf fyrir hönd Íslands, felur í sér landráð. Löggjafarvald, dómsvald og alþjóðadómsvald er fært dómnefndum með aðild lögmanna fyrirtækja, án möguleika til áfrýjunar. Engir þjóðkjörnir fulltrúar koma nærri, hvorki að samningsgerð, né framkvæmd hans eða meðferð ágreinings. Dómferli er ekki birt. Enginn getur kvartað. Allt dæmið frá A til Ö er leyniferli, eins og í hryllingsbók eftir Kafka. Eins og setti Argentínu í þrot og laskaði ýmis ríki rómönsku Ameríku. Risafyrirtæki eignuðust sjálft vatnið. Fyrri utanríkisráðherra vor og sá nýi þykjast báðir ófróðir um TISA.