Furðulegur dómur

Fjölmiðlun

Héraðsdómur Reykjavíkur er að mínu viti skipaður fólki, sem stígur ekki í vitið. Ef það kynni eitthvað í lögfræði, væri það í góðum bisness á háum greiðslum. Annars lendir það kauplágt í Héraðsdómi. Nú hefur dómstóllinn dæmt Gauk Úlfsson bloggara fyrir gróf ummæli um Ómar R. Valdimarsson. Gauki er gert að greiða 300.000 krónur í miskabætur, 500.000 krónur í málsókn, auk launa eigin verjanda. Þetta er langt út af kortinu, svo sem sést af samanburði við væga dóma um ofbeldi og nauðganir. Ómar er þekktur af hvössum skrifum um pólitíska andstæðinga. Hann á ekki að verða sjóveikur.