Furðulegur ruslahaugur

Punktar

Frumvörpin 77, sem ríkisstjórnin segist þurfa að fá samþykkt fyrir kosningar, eru furðulegur ruslahaugur. Fyrirferðarmest eru þau frumvörp, sem eru alls ekki til, hafa ekki verið samin. Listinn er sýndur til að tefja kosningar. Draga þær fram á næsta vor. Nokkur frumvörp eru þó fagleg, einkum evrópskar tilskipanir, sem þola stjórnarskipti. Svo eru frumvörp rugludallanna, Ragnheiðar Elínar og Eyglóar, sem koma engu í verk. Verri eru beinlínis hættuleg ofstækisfrumvörp Kristjáns Þór og Illuga. Vilja kyrkja heilsu og skóla og einkavæða rústirnar. Eldfimast verður fjárlagafrumvarp Bjarna, svanasöngur einkavinavæðingar hans.