Fútt í húsnæðismálin

Punktar

Úr því að skráðir félagar í Pírötum eru farnir að skipta þúsundum, er tímabært að setja fútt í spilið. Virkja þarf fjöldann til að kafa ofan í mál, sem hafa reynzt fjórflokknum ofviða. Húsnæði unga fólksins er þar ofarlega á blaði. Ungt fólk getur hvorki leigt né keypt. Eitthvað kerfislægt er að. Sumir segja, að mótvægisaðgerðir vanti, en eru ekki sammála um hverjar þær eigi að vera. Svo eru aðrir, sem segja, að kaupið sé einfaldlega of lágt. Af 300-500 þúsund króna mánaðarlaunum sé ekki hægt að fjármagna íbúð. Greifar hirði mikið af þjóðarauð framhjá skiptum. Finna þarf lausn á þessu máli og keyra hana upp í byltingunni.