Fýlan lekur af þeim

Punktar

Ótrúlegur fjöldi Íslendinga er siðblindur. Biðst ekki afsökunar á mistökum eða glæpum. “Mér þykir leitt, ef einhver hefur misskilið þetta” er innihald fýlulegra afsökunarbeiðna. Nýtt dæmi er hjá aðstandendum tónlistarhátíðar, sem segja handrukkarann Jón stóra ekki tengdan hátíðinni. Þetta “hefur farið fyrir brjóstið á fólki”, segja þeir í fýlu sinni. Auðvitað er ekkert þeim að kenna. Bara einhverjum bjánum úti í bæ, sem misskilja eða láta smámál “fara fyrir brjóstið á sér”. Íslandssagan eftir hrun er samfelld saga siðblindu. Enginn sannur Íslendingur biðst afsökunar á neinu. Allir í afneitun og fýlu.