Fylgi stjórnmálaflokka hefur fallið í nýjar skorður, sem hafa verið mjög stífar á þessu ári. Píratar hafa þriðjungs fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn fjórðungs. Hinir flokkarnir hafa tíunda hluta hver. Þessar stærðir endurspeglast í nýjustu könnun MMR: Píratar 33%, Sjálfstæðis 24%, Vinstri græn 12%, Framsókn 11%, Samfylkingin 9% og Björt framtíð 6%. Aðrir flokkar mælast varla, svo að nú er komið sex flokka kerfi. Píratar þurfa bara tvo flokka með sér til að mynda nýja og skárri ríkisstjórn. Núverandi stjórn hefur spilað rassinn úr buxunum. Lagar ekki fylgið, þótt Sigmundur haldi sjónhverfingafundi. Hér er góð fylgisfesta.