Fylgi við stjórnarskrá fólksins er víðfeðmt, það sýna kannanir. Að sama skapi grunnt, rís og hnígur eftir atvikum. Fyrir síðustu kosningar var massinn búinn að gleyma málinu. Hljóp með lafandi tungu eftir Sigmundi Davíð, heimsmetshafa í loforðum. Nú hefur málið snúizt. Fólk vill stjórnarskrá og silfurskeiðungurinn er afhjúpaður sem Tortola-greifi í skattaskjóli. Ekki er þó víst, að það endist til kosninga. Almannatenglar eru að skálda ný loforð, sem geti fleytt bófunum gegnum kosningar. Miklu djúpstæðari stuðningur er við lífskjör en lýðræði. Það, sem kemur við pyngju fólks, stýrir atkvæði þess. Hugsjónir eru í aftara sæti.