“Fylgi eigin sannfæringu”, segir tilvísun á forsíðu Fréttablaðsins í viðtal við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Hið rétta er, að hann fylgir einmitt ekki sinni sannfæringu. Tök hans á Flokknum eru svo veik, að hann þarf að haga seglum eftir vindi. Frægasta dæmið er, þegar Davíð Oddsson ruddist inn á landsfund og hakkaði í sig evrópustefnu Bjarna. Gamli bófinn átti enn pláss í hjarta fundarmanna, sem klöppuðu. Bjarni varð að skipta um skoðun, gerast andstæðingur aðildar til að halda völdum í flokknum. Nú vill hann slíta aðildarviðræðum. Bjarni hefur þá skoðun, sem hentar hverju sinni.