Um þessar mundir höfða nýir flokkar ekki til kjósenda. Í síðustu könnun voru 46% kjósenda án flokks. Vildu af ýmsum ástæðum ekki styðja neinn þeirra. Útreið fjórflokksins kemur ekki á óvart. En nýir flokkar fengu sömu útreið. Flokkur Guðmundar Steingrímssonar var með fylgi upp á tvo þingmenn og sama er að segja um flokk Lilju Mósesdóttur. Aðrir nýir flokkar komast ekki á blað, þar á meðal ekki stækkaða Hreyfingin. Tilkoma þessara flokka hefur ekki leitt til fækkunar óákveðinna kjósenda. Þvert á móti hefur þeim fjölgað á sama tíma. Enn á eftir að koma það glæsta framboð, sem hrífi kjósendur.