Omar Khayyám er eitt merkasta skáld veraldarsögunnar. Orti um fegurð lífsins, daður í tunglsljósi og neyzlu eðalvína. Samt var hann múslimi, stjörnufræðingur og stærðfræðingur við hirð soldánsins í Bukhara. Frægastur er kvæðabálkur hans, Rubaiyat. Þar segir m.a., í þýðingu FitzGerald:
A Book of Verses underneath the Bough,
A Jug of Wine, a Loaf of Bread — and Thou,
Beside me singing in the Wilderness,
And oh, Wilderness is Paradise enow.
Og á öðrum stað, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:
Kom, fyll þitt glas! lát velta á vorsins eld
þinn vetrarsnjáða yfirbótafeld!
Sjá, Tíminn, það er fugl, sem flýgur hratt,
Hann flýgur máske úr augsýn þér í kveld!
Íslam hefur ætíð verið trú fjölbreytileikans eins og kristni, góð eða vond eftir atvikum. Þegar ég les ljóð Omar Khayyám, undrast ég, að undir sama trúarhatti skuli vera brjálaðir bókstafsmenn.