Fyllerí játað

Punktar

Fyllerí er víðar vandi en hér, orðið almennt um Evrópu alla. International Herald Tribune skrifar um lúðana í Kaupmannahöfn. Blaðið hefur séð, að frjálsar auglýsingar og lágt verð í Danmörku leiðir til harms og þjóðarböls. Evrópusambandið er að átta sig á þessu, um það bil að hætta að styðja áfengi eins og hverja aðra framleiðslu. Í nýrri skýrslu þess eru komin aftur hin gamalkunnu ráð, takmarkanir á auglýsingum og hærri skattar. Hingað til hefur bandalagið reynt að pína Svía og jafnvel Íslendinga til að lækka bjór og brennivín. Nú má vænta þess að þrýstingnum fari að linna.