Fýluna leggur af Kastljósi

Fjölmiðlun

DV upplýsir, að menn geti fengið liðsinni Kastljóss við að setja upp þætti fyrir sig. Til dæmis í tengslum við árshátíðir. Það er gert í framhaldi af daglegri útsendingu. “Við mundum aldrei gera þetta fyrir peninga”, segir Þórhallur Gunnarsson. Ég trúi slíku mátulega. Ef Ríkisútvarpið þjónustar einkaaðila, á það sjálft að fá borgað fyrir það. Það á hvorki að vera bisniss starfsmanna þáttarins né gjöf þeirra til fyrirtækja úti í bæ. Auðvitað er skítafýla að þessu eins og sumu öðru, sem Kastljós tekur sér fyrir hendur. Þar er líka of mikið um auglýsingar á fólki og fyrirtækjum.