Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er lítilfjörlegt. Aðeins 2% munur er á því og frumvarpi fráfarandi ríkisstjórnar. Ekki er sjáanlegur munur á velferð, húsnæði og heilsu. Þessir afvelta málaflokkar verða áfram afvelta. Ekkert átak í velferð, allra sízt í velferð gamla fólksins. Ekkert átak í húsnæði, þótt þar sé allt á hvolfi. Um Landspítalann er fátt að segja, sami sparðatíningur og venjulega. Ríkisstjórn íhaldsflokkanna þriggja er í engu frábrugðin þeirri hægri stjórn, sem hún leysti af hólmi. Þetta er ríkisstjórn hinna ríku fyrir hina allra ríkustu. Vinstri græn eru komin á þá endastöð, sem hentar íhaldskjósendum þeirra.