Fyrir norðan sumar

Punktar

Íslenzkir fataframleiðendur eru nokkurn veginn sammála um, að leiðin að hjörtum viðskiptavina felist í sérstæðum plakötum. Sýna kuldalegt eða tómlegt fólk með fýlusvip. Geysir leggur áherzlu á langdregin andlit í stíl 17. aldar hollenzkra málara. 66° fara alla leið með plakati aftan við dómkirkjuna. Sýnir þjáðan og líklega heimilislausan mann og titilinn: „Just north of summer“. Sennilega er reiknað með, að túristum sé almennt skítkalt og þeir þurfi að kaupa hlýrri föt. En gaman væri að vita, hver er hugsunin á bak við þessa samræmdu sókn í vasa túrista. Að hér sé „Fyrir norðan sumar“ gæti verið bókartitill eftir Guðberg.