„Skattar eru gjaldið sem við greiðum fyrir siðað samfélag.“ Þannig eru viðbrögð eðlilegs fólks við byrðum af samfélaginu. Allir greiða skatta eftir útreikningum, sem taka tillit til ýmissa sjónarmiða, svo sem jöfnunar. Siðblindir hugsa öðru vísi. Þeir segja: „Skattar eru ofbeldi“. Þeir segja líka: „Þjóðin getur ekki átt neitt“. Þetta eru möntrur upp úr kennslubókum öfgafrjálshyggjunnar. Notaðar til að verja gildandi skipan skattaívilnana fyrir ríka og kvóta fyrir ríka. Notaðar til að verjast kröfum um dreifingu auðs í samfélaginu og um markaðsverð á kvóta. Siðblindir vilja ekki taka þátt í siðuðu samfélagi, heldur bara tudda sér áfram.