Fyrirhugað olíustríð

Punktar

Thomas L. Friedman spyr í kjallaragrein í New York Times, hvort fyrirhugað stríð Bandaríkjanna við Írak sé fyrst og fremst ásælni í olíu. Hann minnir á andstöðu Bandaríkjanna við Kyoto-bókunina um minnkun á útblæstri koltvísýrings. Hann minnir á mikla olíunotkun Bandaríkjanna í samanburði við önnur iðnríki. Hann spyr, hvort fyrsta verk sigurvegarans verði að koma sér upp nýjum harðstjóra í Bagdað, sem láti verða sitt fyrsta verk að veita bandarískum olíufélögum sérleyfi til olíuvinnslu. Spurningin er, hvort Bandaríkjamenn séu að tryggja sér að geta haldið áfram að sukka með takmarkaða auðlind.