Fyrirkvíðanleg ávörp

Punktar

Framundan eru fyrirkvíðanlegir dagar áramótaávarpa. Þá heyrum við aftur allt jarmið. Upphafinn sönglanda biskupsins, dempað útrásarvæl forsetans og höktandi vaðal forsætis-utanríkis. Enginn þeirra hefur neitt að segja, sem skipt getur okkur máli. Við þurfum sízt að heyra jarmið og helgislepjuna, úrræðaleysið og sviksemina, hræsnina og lygina. Við þurfum ekki að heyra menn nudda sér utan í guð, tunguna, söguna, fyrirgefninguna, þolinmæðina, þjóðina. Við erum að vísu vitlaus. En aðeins tíu prósent okkar eru svo vitlaus, að þeim verði ekki flökurt af áramótaávörpum undirmálsmanna.