Þetta eru erfiðir tímar í hefðbundinni fjölmiðlun, hér á landi sem annars staðar á Vesturlöndum. Prentmiðlar og ljósvakamiðlar tapa notendum og ekki síður auglýsingum. Notkunina bæta þeir sér upp á veraldarvefnum, en geta ekki nýtt sér það í tekjum. Auglýsingatekjurnar þar aukast að vísu hratt, en eru þó sáralitlar í samanburði við auglýsingatapið á heimaslóðum. Gallinn við vefinn er, að fjárhagsgrundvöllur hans finnst ekki. Blogg, fésbók og tíst hafa tekið upp slakann. Fjölmiðlun almennings er orðin borgaralegt afl, sem skekur fjölmiðlana. Í stað fyrirlestra fjölmiðla er komið samtal fólks.