Fyrirlitið Evrópuþing

Punktar

Kosningaþátttaka til Evrópuþingsins er yfirleitt um 40%. Lág tala sýnir, að kjósendur í Evrópu hafa lítinn áhuga á Evrópusambandinu. Þingið er líka svo valdalítið, að ekki tekur því að taka þátt í kosningunum. Þingmenn geta ekki lagt fram frumvörp. Embættismanna-stofnanir sambandsins fyrirlíta þingið og taka ekki mark á því. Þær taka ekki heldur mark á endurskoðendum, sem neita árum saman að undirrita reikninga Evrópusambandsins. Þeir neita, af því að milljarðar evra hafa týnzt, sumum örugglega stolið. Embættismennirnir vilja ekki, að það sé skoðað. Tilraunir til lýðræðis hafa engan árangur borið.