Kalid Sjeik Mohammed er ekki fyrirlitlegur glæpon, þótt það sé fullyrt. Við vitum ekkert um það. Kalid hefur árum saman sætt pyndingum í Guantanamo og er sagður hafa játað. Allar játningar, sem eru fengnar með pyndingum, eru marklausar. Þær mundu ekki hafa neitt gildi í neinu landi Vestur-Evrópu. Enda eru slíkar játningar ógildar samkvæmt alþjóðlegum samningum. Í Bandaríkjunum þykja pyndingar og kengúrudómstólar hins vegar gott mál. Það er bandarískt böl. Kalid verður vafalaust fundinn sekur og drepinn. Um sekt hans vitum við ekkert. Eins og svo margar fréttir gæti það verið helber lygi.