Fyrirlitning eða vorkunnsemi

Punktar

Ég ber ekki virðingu fyrir neinum ráðherranna. Næ ekki hugsuninni: Þetta eru bara menn, sem reyna að gera sitt bezta. Er sannfærður um, að þeir séu ekki að reyna að gera sitt bezta. Þetta er fólk, sem hefur orðið ofan á í valdabaráttu. Það misnotar vald sitt af fullkomnu hirðuleysi. Ræður gæludýr til opinberra starfa. Umgengst peninga eins og skít. Ráðherrar okkar eru stétt ráðherra og stjórnmálamanna til stórskammar. Engin leið er að bera virðingu fyrir fólki, sem hagar sér eins og ráðherrarnir hafa gert og gera enn. Þeir eiga aðeins skilið fyrirlitningu eða vorkunnsemi almennings.