Bandaríkjamenn hafa dýrt heilbrigðiskerfi fyrir fáa útvalda. Bretar leysa vandann með skítugum spítölum og óralöngum biðlistum. Svíar, Þjóðverjar og Frakkar reyna að hafa fínt heilbrigðiskerfi fyrir alla. Þetta vita þeir, sem hafa orðið veikir í útlöndum. Þeir vita, að það jafngildir himnaríki að veikjast í Frakklandi, en helvíti í Bretlandi eða Bandaríkjunum. Ísland rambar millileið í velferðinni. Við þykjumst reka sænskt-franskt-þýzkt kerfi. En höfum þó ívaf af brezkri skömmtun og bandarískri mismunun. Um svona atriði á pólitík að snúast. Í staðinn þegja aumingjar málin í hel.