Fyrirsögn um mansal

Punktar

Skrítna fyrirsögn las ég í gær um, að mansal um Ísland hafi verið stöðvað. Nánari lestur fréttarinnar leiðir í ljós, að þetta er haft eftir Jóhanni R. Benediktssyni sýslumanni á Keflavíkurvelli, sem hælist um, án þess að rekja neina sönnun fullyrðingarinnar. Þannig er mikið af fréttum líðandi stundar endurómun fullyrðinga embættismanna um, að allt sé gott, sem þeir geri. Fullyrðing Jóhanns kann að vera rétt, en fjölmiðlar eiga að krefja menn um trúverðugar röksemdir til stuðnings málinu. Annars túlka ég þetta sem blaður eitt.