Fyrirtæki varaforsetans

Punktar

Fyrirtækið, sem Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, stýrði til skamms tíma, Hallburton, hefur þegar unnið án útboðs fyrir 76,7 milljón dollara í Írak og er nú farið að sjá um rekstur olíulinda og dreifingu olíu. Bandaríski þingmaðurinn Henry Waxman hefur dregið þessar upplýsingar með töngum upp úr lítt samvinnuþýðum stjórnvöldum Bandaríkjanna. Larry Margasak segir frá þessu í International Herald Tribune.