Fyrst flensa og svo fakír

Fjölmiðlun

Meiri háttar rugl er á ríkisfréttum sjónvarpsins. Daglega eru fluttir langir fréttaþættir til að magna upp ótta manna við flensu ársins. Eftir nokkra daga af slíku eru áhorfendur orðnir þreyttir. Ekkert bendir til að flensan sé skæðari en hverjar aðrar flensur. Eftir enn eina flensuhátíð kvöldfrétta í gær kom svo Kastljós, sem snerist um bandarískan fakír. Hann hyggst kenna Íslendingum jóga eða innhverfa íhugun. Lyftir þó ekki fólki með hugarafli. Líklega er þægilegra að birta svona rugl en alvörufréttir af íslenzkum veruleika. Að minnsta kosti sigar það ekki dómurum á fréttamenn.