Samkvæmt heimildum New York Times hyggjast bandarískir herstjórar hefja stríðið við Írak með því að varpa 3.000 sprengjum og eldflaugum á landið fyrstu 48 klukkustundirnar, þar á meðal á höfuðborgina Bagdað. Richard Myers, formaður herráðsins, hefur varað blaðamenn við að vera í Bagdað, þegar stríðið hefst. Af þessu má ljóst vera, að Bandaríkin munu hefja stríðið með víðtækum fjöldamorðum á almenningi.