Fyrsta verk Árna Páls Árnasonar bankaráðherra ætti að vera að höfða mál gegn skilanefndarmönnum og slitastjórnarmönnum. Fyrr stórtækan þjófnað á fé, sem þeim var trúað fyrir. Þeir hafa tekið sér margföld laun á við það, sem þolanlegt er talið í gjaldþrota þjóðfélagi. Þetta er stærsti þjófnaðurinn á Íslandi eftir hrunið. Engu máli skiptir, hvort bófarnir stela af útlendingum eða Íslendingum. Þjófnaður er alltaf þjófnaður. Miklu skiptir, að siðlausir bófar komist ekki upp með glæpi. Því verður að höfða mál. Ef Árni Páll gerir ekkert, vitum við hvers vegna. Hann er nefnilega sjálfur siðlaus, greyið.