Gæfan og Stóri bróðir

Punktar

Hvað á Stóri bróðir að ganga langt í að hafa vit fyrir fólki? Er úrelt orðið spakmælið um, að hver sé sinnar gæfu smiður? Kunni fólk ekki fótum sínum forráð í fjármálum, á þá Stóri bróðir að koma til skjalanna? Nýlegt dæmi: Getir þú ekki gefið börnum þínum jólamat vegna vaxta til smálánabraskara, á þá skattborgarinn að koma til skjalanna? Og algengasta dæmið: Verðbólgan hefur hækkað nafnvirði skulda þinna, á ríkið að gera eitthvað í því? Nei; sanngjarnt er að skuldir greiðist af núvirði krónu, ekki af gamalvirði. En hækki nafnvirði umfram laun, hvað þá? Þá splitti lánari og skuldari tjóninu.