Misjöfn gæfa Framsóknar og Sjálfstæðis stafar af, að Framsókn skipti um formann og þinglið eftir hrun. Sjálfstæðis burðast enn með formann og kandídata úr ofurgræðginni fyrir hrun. Sigmundur Davíð var líka róttækari í IceSave, sem er Íslendingum hjartans mál. Er líka iðnari við að endurskrifa söguna, segir ríkisstjórnina hafa afhent vogunarsjóðum bankana. Gleymir, að það var að kröfu Framsóknar. Segist líka hafa hvatt til kaupa ríkisins á kröfum í bankana á botngengi. En gögn um þá hvatningu er hvergi að finna. Sigmundur er þannig hraðlygnari en Bjarni. Gleður fábjána og magnar fylgið.