Rosalegar heybrækur eru þetta í ríkisstjórninni og stuðningsliði hennar á Alþingi. Það er von, að stjórnarandstaðan ríði röftum. Hún nær árangri með málþófinu. Ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að ná kvótanum til fólksins. Hún hefur gefizt upp á rammaáætlun um nýtingu auðlinda á landi. Hún hefur gefizt upp á að ýta á flot rannsókn á svívirðilegri einkavæðingu bankanna. Þriggja ára setu í valdastólum fylgir ekkert vald. Raunverulega pólitíska valdið er fast í hendi Sjálfstæðisflokksins og aflanna, sem honum stjórna. Hugleysi og getuleysi, ráðaleysi og gæfuleysi meirihlutans eru með eindæmum.