Gæla við nýja hrunstjórn

Punktar

Frjálshyggju- og hagsmunaaðilar í Samfylkingunni vilja losna úr samstarfi við Vinstri græn og taka aftur upp hrunstjórn. Með Jóhönnu sem forsætis í stað Geirs. Þeir telja stóriðju ekki komast ella á koppinn. Samt er Björgvin Sig. ekki með neina lausn á ósætti Samfylkingar og Sjálfstæðis um IceSave. Enn síður með lausn á ósætti þeirra út af aðild að Evrópusambandinu. Varla eru þeir með lausn á ósættinu í kvótamálinu. Og víst eru þeir ekki með lausn á ósætti um, hvort og hvernig varðveita skuli velferðarkerfið í niðurskurði. Samstarf við hrunflokk er flóknara en bara Elsku Álbræðslan hans Björgvins.