Kristófer Helgason er þáttastjóri á Bylgjunni og umboðsmaður Taser-rafbyssa, sem drepið hafa hundruð manna í Vesturheimi. Kristófer notar hvert tækifæri til að auglýsa Taser. Síðast var þar talað við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna. Hann er frægur fyrir að saka fórnardýrin um slysin. “Undirliggjandi sjúkdómar” valda dauðsföllum, ekki rafbyssurnar. Fólk með “undirliggjandi sjúkdóma” ber því ábyrgð á andláti sínu, þegar það verður á vegi skotglaðrar löggu. Enda sýndi lögguofbeldið eftir andófið við Seðlabankann í gær, að henni er síður en svo treystandi fyrir rafbyssum.