Framsókn ætlar nú að bjarga málum. Vill neyðarfund Alþingis til að bjarga gæludýrum frá hruni. Það er voðalega framsóknarlegt. Minnir okkur á, að Framsókn var við stjórnvölinn til skamms tíma. Þaðan koma hugmyndir um, að ekkert eigi að fá að hafa sinn gang. Heldur verði að handstýra. Stjórnvöld eigi að koma vinum sínum og gæludýrum til hjálpar. Sparisjóðabankinn, VBS, Saga og Askar eru í hættu að mati Höskuldar Þórhallssonar þingmanns. Sumir voru farnir að halda, að Framsókn hafi lært eitthvað í stjórnarandstöðu. Svo er ekki, Framsókn er enn við sama heygarðshorn gæludýrarekstrar.