Ég fæ jafnan gæsahúð, þegar ég sé Þorstein Víglundsson og Gylfa Arnbjörnsson takast í hendur. Reynslan segir mér, að þá sé verið að díla um brauðmola, sem falla af borði hinna forríku. Sem verða ríkari og ríkari meðan láglaunafólk þarf að bíta þrengdan kost. Korpóratismi sameinaðrar klíku atvinnurekenda og verkalýðsrekenda er ættaður frá Mussolini og fasistum. Þeir fundu upp kjörorð Sjálfstæðisflokksins: Stétt með stétt. Norræna og þýzka sáttastefnan er annars eðlis, stefnir að sanngirni og bættum lífskjörum. Hér á landi er ekki um neitt slíkt traust að ræða. Hér er skipulega unnið að aukinni velferð yfirstéttar.