Áhugi vesturveldanna á umbótum í þriðja heiminum byggist á eigin hagsmunum. Bretar hafa til dæmis áhyggjur af harðstjórn í Zimbabve, Kenía, Nígeríu og Pakistan, gömlum samveldisríkjum. Frakkar hafa áhyggjur af harðstjórn í Kambódsíu, Kongó, Rúanda og Víetnam, gömlum samveldisríkjum. Bandaríkjamenn hafa til dæmis áhyggjur af harðstjórn í löndum, þar sem þeir hafa ekki klófest olíu. Portúgalir hafa áhyggjur af harðstjórn á Austur-Tímor, sem þeir áttu í gamla daga. Tökum hóflegt mark á fullyrðingum um óstjórn heimamanna. Hlustum heldur á aðra aðila, sem ekki hafa hagsmuna að gæta.