Gæzluvarðhald bílnotenda

Punktar

Bankarnir eru forstokkaðir undir nýjum bankaráðum og nýjum bankastjórum. Þeir láta 157 starfsmenn keyra fáránlega dýra bíla. Þeir eru flestir nýir og kosta sumir yfir tíu milljónir króna hver. Samkvæmt frétt dv.is. Þetta er auðvitað geðveiki. Hún heldur áfram á fullum dampi eftir gjaldþrotið. Eini kosturinn við bílana er, að síðar verður hægt að fletta upp notendum þeirra. Þá sjá menn nefnilega nöfnin, sem stjórnuðu græðgisvæðingu bankanna. Það eru nöfnin úr gömlu bönkunum, sem hafa verið endurreist. Þau hafa fengið nýtt líf í nýju bönkunum, en eiga heima í gæzluvarðhaldi á nýju Íslandi.