Evrópusambandið gafst loksins upp á Ísrael, sem svíkur öll loforð um byggðir landþjófa á herteknum svæðum. Evrópa gagnrýndi landstuldinn áratugum saman. Tók sérstaklega fram, að styrkir sambandsins ná ekki til þeirra né heldur til byggða í austurhluta Jerúsalem. Styrkirnir voru inntir af hendi allt frá friðarsamningnum í Osló 1993, án þess að Ísrael stæði við hann. Ísrael hefur mjólkað Evrópu í tvo áratugi. 520.000 manns komu sér á þessum tíma fyrir á herteknu svæðunum. Ísrael sprengdi og eyðilagði innviði Palestínu, er Evrópa borgaði. Nú er loksins komið viðskiptabann á landþjófa Ísraels í Palestínu.