Bandaríkjamenn virðast hafa gefizt upp á að leita að gereyðingarvopnum í Írak. Nokkrir fjölmiðlar á Vesturlöndum, fyrst Washington Post og síðan Observer og BBC hafa þetta eftir viðtölum við vopnaleitarmenn, sem eru að búa sig undir brottför frá Írak. Svo virðist líka, að Bandaríkjastjórn hafi heykst á að planta slíkum vopnum til að sanna þá fyrstu, aðra og þriðju forsendu ófriðarins, að Írak ætti gereyðingarvopn, sem væru hættuleg Bandaríkjunum. Talið er, að Bandaríkjastjórn hafi metið stöðuna svo, að menn mundu ekki trúa gögnum um fund gereyðingarvopna. Þessi niðurstaða mun auka vantraust manna á Bandaríkjunum, því að ekki hafa heldur fundizt heimildir um hina forsendu stríðsins, samstarf Saddam Hussein og Al Kaída. Manndráp þúsunda og stórfelld eyðilegging af völdum bandarískra og brezkra herja var því af röngu tilefni.