Gladys Kessler dómari segir, að British American Tobacco hafi eytt gögnum og gagnabönkum til að hindra fólk í að komast að raun um skaðsemi tóbaks og höfða mál gegn fyrirtækinu. Dómarinn vísar til skjala, þar sem fram kemur, að starfsmenn eru hvattir til að ganga vel fram í gagnaeyðingu. Dómarinn telur, að tóbakshús á borð við BAT, Philip Morris, RJ Reynolds og Brown & Williamson hafi áratugum saman vitað um skaðsemi tóbaks og reynt með öllum tiltækum ráðum að hindra, að vitneskja um hana breiddist út í samfélaginu og næði til dómstóla.