Gagnslaus fundur í London

Punktar

Forsætisráðherra Bretlands reynir að safna um sig ríkjum, sem hafa efasemdir um þætti í starfi Evrópusambandsins. David Cameron hélt fund með kollegum sínum frá Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum. Eðlilegt er að gamalt stórveldi reyni að safna að sér fylgi. En honum mun ekki takast að nota þessi ríki til að efla Bretland í Evrópusambandinu. Þar ræður Þýzkaland ferð í auknum mæli. Er ríkast, bezt rekið og græðir mest. Aðstoð við eyðsluríkin byggist einkum á þýzkum framlögum. Þýzkaland hefur eins og Norðurlönd fundið betri blöndu félags- og gróðahyggju en Bretland, sem hangir fast utan á Bandaríkjunum.