Gagnslaus kreisting

Punktar

Bandaríkjastjórn hafa gefizt upp við að reyna að kreista út óbeina blessun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á framvindu mála Íraks. Hún fær því engin mikilvæg ríki til að leggja til hermenn eða marktæka fjármuni til hernámsins, önnur en Tyrkland. Innlenda ráðgjafanefndin í Írak vill hins vegar ekki sjá tyrkneska hermenn í landinu, enda hefur Tyrkland sinna eigin stórveldishagsmuna að gæta á svæðinu, einkum gagnvart Kúrdum. Þrátt fyrir hótanir um efnahagslegar refsiaðgerðir Bandaríkjanna hefur þorri ríkisstjórna heimsins sýnt kjark til að halda fram svipuðum sjónarmiðum í málinu og ríkisstjórnir Frakklands og Þýzkalands, svo og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.