Lekinn frá sparnaðarnefnd ríkisstjórnarinnar lofar ekki neinu góðu. Til að sýnast verður lagt til, að stofnanir verði sameinaðar út á ímyndaðan gróða. Ekki hefur heyrzt stuna um, að tveir landbúnaðarháskólar og einn háskóli í hrauni verði sameinaðir. Við verðum því áfram með sjö háskóla fyrir þriðjung úr milljón íbúa. Ekki verður þar neinn sparnaður. Ekki hefur heldur heyrzt stuna um, að dregið verði úr heimsmets-stuðningi við hefðbundinn landbúnað. Við höldum því áfram uppi kúm og kindum. Ekki verður þar neinn sparnaður. Líklega verður áfram reynt að amast við velferðinni, einkum Landspítalanum.