Nýjar hraðahindranir í Reykjavík eru skondnir járnkassar rétthyrndir. Gerðir að ósk Strætó, svo að breiðgengir vagnar geti hindrunarlaust klofað yfir. En svo langt er milli þeirra, að bílar skjótast milli þeirra án þess að minnka hraðann. Breiðir jeppar geta það í Ánanaustum, alkunnri kappakstursbraut nátthrafna. Úr því að þeir geta það, þá geta það líka bílarnir, sem nýtast í spyrnu. Sífellt fjölgar bílstjórunum, sem beygja milli þessara hindrana. Skapar hættu fyrir umferð, sem kemur á móti, og getur ruglað þá bílstjóra í ríminu. Loðin hugsun og mikil útgjöld skila engu í stríði gegn næturspyrnu.