Gagnslausar innrásir

Punktar

Osama bin Laden hefur tekizt ætlun sín. Óttinn við hryðjuverk gegnsýrir stjórnarskrifstofur í Bandaríkjunum og Bretlandi. Bandaríska innanríkisráðuneytið varar hvað eftir annað við yfirvofandi hryðjuverkum. Sameinuðu þjóðirnar segja, að alþjóðlegt samstarf gegn hryðjuverkum hafi farið út um þúfur. Utanríkismálanefnd brezka þingsins segir, að hryðjuverkahætta hafi aukizt við Íraksstríðið. Jessica Stern segir í Foreign Affairs, að Al Kaída samtökin hafi lagað sig vel að nýjum aðstæðum. Simon Tisdall segir í Guardian, að svar Bandaríkjanna, innrásir í Afganistan og Írak, hafi ekki komið að neinu gagni.