Seint verð ég hrifinn af blaðurfulltrúum, almannatenglum og spunakörlum í umræðunni. Mér þykir samt nóg um máttleysi forsætisráðherra á því sviði. Hún hefur nánast engin almannatengsli. Spunakarlar hennar eru óhæfir til allra verka, spilla frekar fyrir. Því hefur stjórnin koltapað umræðunni í samfélaginu. Henni er kennt um allt, jafnvel um sjálft hrunið. Henni er kennt um, að ekki er til fé í afskriftir lána heimilanna. Henni er kennt um, að bankar lána ekki fyrirtækjum. Ekkert vandamál í samfélaginu er þannig vaxið, að stjórninni sé ekki kennt um það. Spunarkarlarnir eru gagnslausir.