Galdrað upp úr hattinum

Punktar

Tryggvi Þór Herbertsson er mesti sölumaður snákaolíu á landinu. Fer létt með að galdra tugmilljarða upp úr hattinum. Til dæmis með því að skattleggja lífeyri, þegar hann kemur inn, en ekki þegar hann er greiddur út. Hann telur þannig verða til milljarðar úr engu. Þessa göldruðu peninga vill hann nota til að afskrifa húsnæðisskuldir 20%. Hann opnar ekki munninn öðru vísi en með hókus-pókus. Ég er sérfræðingur, segir hann bara, þegar menn hafa hann í flimtingum. Þegar hann var aðstoðarmaður Geirs Haarde, fannst honum allt í lagi að ábyrgjast IceSave. Núna finnst honum slík ábyrgð vera fráleit.