Las mér til skemmtunar heilsufrétta-sérblað Fréttablaðsins í dag. Snýst um að selja okkur kínalífselexír, snákaolíu og yngingarskot. Sjónhverfingamenn ginntu þannig sveitamanninn öldum saman á þorpsmörkuðum. Nú eru galdralyfin komin í pakka, glös og flöskur og fylla hillur eftir hillur í svokölluðum heilsubúðum. Lítið er þar hins vegar um hollan mat, sem gerir þér gott, ef þú borðar hann í hófi. Einkum er fólk látið telja sér trú um, að það verði magurt af að innbyrða galdralyf. Þau brenni kaloríum eða láti þær hverfa. Ekki man ég til, að neinn af slíkum elexírum hafi fengið vísindalega prófun.