Galin einkavæðing

Punktar

Pósturinn var einkavæddur 2007 til að reisa nýjan Landspítala, sem aldrei var svo reistur. Síðan þá hefur póstþjónustu hrakað mjög og verð hennar hækkað langt umfram verðbólgu. Nú er aðeins borinn út póstur annan hvern dag og verðlagið orðið tvöfalt hærra en verðbólga tímabilsins. Póst- og fjarskiptastofnun hefur lýst áhyggjum vegna þessa og segir að stöðva verði þetta ferli. Íslandspóstur geti ekki áfram hækkað verð á lakari þjónustu villt og galið. En þetta er bara nákvæmlega sama sagan og hjá annarri einkavæðingu grunnkerfisins. Skólar, sjúkrastofnanir og flugvellir hafa orðið fórnardýr einkavæðingar með stórauknum kostnaði almennings.