Stéttaskipting vex hratt um heim allan. Þeir allra ríkustu raka saman fé út á ranga spilagjöf. Miðstéttir síga og fátæklingar hrapa. Í tölum: 62 menn eiga eins mikinn auð og hálft mannkynið. 1% fólks á meira en hin 99% til samans (OxFam). Þetta er galið. Afleiðing af græðgistefnu síðustu áratuga, þjónkun ríkisins undir þá ríku, sem kosta framgang pólitískra bófa. Hér á landi hefur allur hagvöxtur í aldarfjórðung runnið til hinna gráðugu. Þetta er tímabilið, sem kennt hefur verið við Davíð Oddsson, tímabil brauðmolastefnunnar. Erlendis eru fjölþjóðastofnanir farnir að fatta þetta, OECD og IMF. Og nú síðast OxFam.